Offita á krossgötum
SFO fékk þann heiður að taka þátt í viðburðinum “Offita á krossgötum ,Byggjum meðferð á þekkingu“, sem haldinn var föstudaginn 31.oktober 2025 á vegum FFO.
Við viljum færa skipuleggjendum og öllum sem tóku þátt okkar bestu þakkir fyrir að bjóða okkur með og fyrir hlýjan og uppbyggilegan vettvang fyrir samtal um þetta mikilvæga málefni.
Það skiptir miklu máli að rödd fólksins heyrist þegar rætt er um offitu og meðferðarmöguleika.
Við sem lifum með offitu höfum einstaka reynslu og sjónarhorn sem geta hjálpað til við að móta skilning, þjónustu og aðferðir sem virka í raunveruleikanum. Að fá tækifæri til að koma þeirri rödd að með fagfólki og stefnumótendum, er stórt skref í rétta átt.
Við viljum einnig þakka fyrir áhugann, umræðurnar og þá virðingu sem einkenndi viðburðinn.
Það er augljóst að þekking, samvinna og mannleg nálgun eru lykilatriði þegar við byggjum upp betri og bættari þjónustu fyrir fólk með offitu.
SFO mun halda áfram fræðslu, draga úr fordómum og tryggja að sjónarhorn fólks með offitu sé hluti af ákvarðanatöku í heilbrigðis- og samfélagsmálum.
Kærar þakkir fyrir boðið og gott samtal ,saman byggjum við á þekkingu, virðingu og reynslu.
Stjórn SFO , Samtök fólks með offitu